
Innritun í skólavistun Tónlistarskóla Snæfellsbæjar fyrir haustönn 2022 fer fram frá 15. ágúst til 26. ágúst. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans að Hjarðartúni 6. Einnig er hægt að hringja í síma 831 – 9540 eða senda tölvupóst: tonlistarskoli@snb.is
Nemendur sem voru að ljúka vorönn 2022 þurfa að staðfesta áframhaldandi skólavistun fyrir haust 2022, og ef breytingar eru á hljóðfæranámi.
—
Samningur skal gerður við nemendur og forráðamenn um hljóðfæraleigu, þar sem m.a. eru skilmálar um meðferð hljóðfæra.
Hálft nám reiknast sem 60% af fullu gjaldi.
Í þeim tilvikum sem systkini yngri en 18 ára stunda nám við skólann skal veittur systkinaafsláttur. Systkinaafsláttur skal nema 25% fyrir annað systkini og 50% fyrir þriðja systkini. Afslátturinn reiknast ávallt af ódýrasta náminu.
Systkinaafsláttur á eingöngu við um systkini, ekki frændsystkini, þó svo lögheimili og greiðandi sé sá sami.
Athugið: Við innritun hefur forráðamaður skuldbundið sig til að greiða skólagjöld út önnina.
Skólastjóri tónlistarskóla Snæfellsbæjar