Skip to main content
search

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra og nánustu aðstandenda í Snæfellsbæ

Ljósmynd: Auður Hilmarsdóttir.

Miðvikudaginn 8. febrúar sl. var haldinn jafningjahittingur krabbameinsgreindra og nánustu aðstandenda í Átthagastofunni í Ólafsvík. Mjög góð mæting var þrátt fyrir leiðindaveður. Var fólk sammála um að þetta hefði gefist vel og að gott væri að halda þessum hitting áfram. Næsti fundur hefur því verið ákveðinn miðvikudaginn 8. mars kl. 16:30 í Átthagastofunni í Ólafsvík.

Fyrirhugað er að öllu óbreyttu, að hittast áfram annan miðvikudag hvers mánaðar.

Verðum með heitt á könnunni og vonumst við til þess að sjá sem flesta sem málið varðar.

Fyrir hönd Jafningjahittingsins,

Pétur Steinar Jóhannsson, Eygló Kristjánsdóttir og Guðrún Þórðardóttir