Skip to main content
search

Jöklarar koma heim í bronsi

Á næstu dögum kemur styttan Jöklarar, sem er í eigu SVD Helgu Bárðardóttur og staðið hefur í Sjómannagarðinum á Hellissandi, heim frá Þýskalandi. Hún var flutt utan sl. vetur þar sem hún var sett í brons og er nú komin í varanlegt efni.

Styttan hefur ávallt sett sterkan svip á Sjómannagarðinn og er minnisvarði um sjómenn frá Hellissandi og Rifi sem farist hafa á sjó. Styttan er eitt af elstu verkum listamannsins Ragnars Kjartanssonar og jafnframt hans hugstæðasta verk, en hann fæddist og ólst upp við sjósókn á Snæfellsnesi.

Verkefni sem þetta er kostnaðarsamt og hefur Slysavarnadeildin leitað styrkja hjá fyrirtækjum og menningarsjóðum. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið er bent á eftirfarandi bankareikning:

Banki: 0190-15-380046
Kennitala: 661090-2009

Með fyrirfram þakklæti,

SVD Helgu Bárðard.

Mynd: Sjóminjasafnið á Hellissandi.