Skip to main content
search

Jólahús Snæfellsbæjar 2020 – taktu þátt

Forna-Fróðá. Jólahús Snæfellsbæjar 2015.

Menningarnefnd Snæfellsbæjar óskar eftir tillögum frá íbúum um jólahús Snæfellsbæjar 2020. Auk þess verða viðurkenningar nú veittar í fyrsta skipti fyrir fallegasta jólagluggann og best skreytta garðinn til viðbótar við jólahús Snæfellsbæjar.

Hægt er að senda inn tillögur í gegnum hlekkinn hér að neðan til og með 16. desember 2020. Að þeim tíma loknum fer menningarnefnd yfir niðurstöður og verða sigurvegarar kynntir á vefsíðu Snæfellsbæjar þann 20. desember.

Farið verður með aðsendar upplýsingar sem trúnaðarmál og ekki verður hægt að persónugreina innsendar tillögur. Athugið að það er ekki hægt að kjósa oftar en einu sinni í hverju tæki.