Skip to main content
search

Jólaljós tendruð fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember

Jólaljós verða tendruð á jólatrjám við hátíðlega athöfn fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember, á Hellissandi og í Ólafsvík.

Undanfarin tvö ár reyndist ekki mögulegt að halda hátíðlegan viðburð af þessu tilefni sökum samkomutakmarkana og því ánægjulegt að fjölskyldur geti komið saman að nýju og átt notalega stund í aðdraganda jóla.

Á Hellissandi (við Röstina) verða ljósin tendruð kl. 16:30.
Í Ólafsvík (á Sáinu) verða ljósin tendruð kl. 17:30.

Hanna Imgront og Olga Guðrún syngja jólalög, Sigurður Ragnar Haraldsson spilar á gítar og hver veit nema jólasveinar stelist í bæinn og bregði á leik með börnunum.

Gleðilega hátíð!