Skip to main content
search

Jólaljós tendruð með óhefðbundnu sniði

Jólaljós verða tendruð með óhefðbundnu sniði föstudaginn 27. nóvember.

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu verður ekki hátíðlegur viðburður fyrsta sunnudag í aðventu þar sem íbúar koma saman og dansa í kringum jólatrén í Ólafsvík og Hellissandi. Þess í stað munu börn í leik- og grunnskóla Snæfellsbæjar tendra ljósin með sínum hóp á skólatíma að morgni föstudags.

Hver veit nema jólasveinar verði komnir til byggða og heilsi upp á börnin.

Njótum aðventunnar og eigum gleðileg jól.