Skip to main content
search

Jólatónleikar í Ólafsvíkurkirkju

Söngkonan Guðrún Árný heldur jólatónleika ásamt Skólakór Snæfellsbæjar í Ólafsvíkurkirkju þann 28. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og fæst aðgangur að tónleikum gegn greiðslu miðaverðs upp á 1000.- krónur. Miðasala við innganginn að kvöldi tónleikanna.

Það er menningarnefnd Snæfellsbæjar sem stendur að jólatónleikunum og býður Guðrúnu Árnýju hjartanlega velkomna í bæinn.