Skip to main content
search

Kjörfundir vegna sveitarstjórnarskosninga í Snæfellsbæ 14. maí 2022

Fallegur dagur á Arnarstapa. Ljósmynd: Jónas Ottósson.

Á kjördag, laugardaginn 14. maí 2022, opna kjörfundir í Snæfellsbæ sem hér segir:

Ólafsvíkurkjördeild:

  • Kjörfundur verður haldinn í grunnskólanum í Ólafsvík.
  • Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.

Hellissands- og Rifskjördeild:

  • Kjörfundur verður haldinn í grunnskólanum á Hellissandi.
  • Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.

Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild:

  • Kjörfundur verður haldinn í grunnskólanum á Lýsuhóli.
  • Kosning hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00.

Kosningarétt hafa allir sem eru 18 ára og eru á kjörskrá.
Kjörstjórn minnir kjósendur á að hafa skilríki meðferðis á kjörstað.
Talning atkvæða fer fram í húsnæði grunnskólans í Ólafsvík að loknum kjörfundi.

Nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar má finna á upplýsingavef Stjórnarráðsins, kosning.is.

f.h. yfirkjörstjórnar Snæfellsbæjar
Hjálmar Kristjánsson