
Þann 19. febrúar nk. fara fram kosningar um tillögu að sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Í Eyja- og Miklaholtshreppi eru 83 einstaklingar á kjörskrá og í Snæfellsbæ eru á kjörskrá 1.174 einstaklingar.
Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum hlutaðeigandi sveitarfélaga öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma frá 5. febrúar fram að kjördegi. Athugasemdir við kjörskrá skal send hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Hér geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í sameiningarkosningunum.
Nánar á vefsíðunni snaefellingar.is.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum:
-
Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum.
-
Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum.
-
Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 09:30 til 13:00.
-
Eyja- og Miklaholtshreppi – skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, alla virka daga kl. 12:00 til 13:00.
-
Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00 til 15.00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum.
-
Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30 en til kl. 15:00 á föstudögum.
Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.
Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
Stykkishólmi, 14. janúar 2022
Sýslumaðurinn á Vesturlandi