Skip to main content
search

Klippikort tekin í notkun á gámastöðinni

Um næstu mánaðarmót verða klippikort tekin í notkun á gámastöðinni undir Enni í Ólafsvík.

Íbúar fá afhent eitt kort fyrir hvert heimili og er það afhent á gámastöðinni. Innifalið eru tólf skipti þar sem skila má tveimur rúmmetrum af úrgangi í einu til endurvinnslu. Þarf að framvísa klippikorti í hvert skipti sem komið er á stöðina og klippir starfsmaður fyrir móttöku.