Skip to main content
search

Kristinn nýr stjórnarformaður Lánasjóðs sveitarfélaga

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, var kjörinn stjórnarformaður Lánasjóðs sveitarfélaga, á aðalfundi lánasjóðsins fyrir helgi. Kristinn hefur setið í stjórn lánasjóðsins frá árinu 1999, þar af sem varaformaður frá árinu 2005. Greinir Samband íslenskra sveitarfélaga frá þessu í fréttatilkynningu. 

Í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga voru auk Kristins kjörin; Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, Guðmundur B. Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar og Helga Benediktsdóttir, deildarstjóri fjárstýringar Reykjavíkurborgar.

Nánar má lesa á vef Viðskiptablaðsins.