Skip to main content
search

Kúttmagakvöld á Hellissandi

Þrjú félög í Snæfellsbæ, Lionsklúbbur Nesþinga á Hellissandi, Leikfélag Ólafsvíkur og Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir á Hellissandi, standa sameiginlega að mikilli fiskréttaveislu ár hvert þar sem kúttmagi er í hávegum hafður. Er nú svo komið að áratugahefð hefur myndast fyrir Kúttmagakvöldinu og er það fyrir löngu síðan orðinn fastur liður í menningarlífi bæjarins.

Kúttmagakvöldið verður haldið í félagsheimilinu Röst annað kvöld og hefur undirbúningur fyrir herlegheitin staðið yfir alla vikuna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mátti sjá vaska og vana menn Lionsklúbbs Nesþinga undirbúa og hreinsa kúttmaga í vinnslusal Hraðfrystihúss Hellissands í gærkvöldi.

Þess má geta að kvöldið er opið öllum þeim sem hafa náð sextugsaldri og eru miðar enn til sölu.