Skip to main content
search

Kvennafrídagur 24. okt

Snæfellsbær styður konur í að taka sér frí frá störfum frá kl. 14:55 á morgun, miðvikudaginn 24. október, mæta á samstöðufund og taka þátt í samstöðu um kröfuna um kjarajafnrétti. Snæfellsbær mun ekki skerða laun hjá þeim konum sem taka sér frí frá vinnu vegna þessa.

Forstöðumenn stofnana eru beðnir um að haga skipulagi starfsins þennan dag á þann hátt að konum sem starfa hjá sveitarfélaginu verði gert kleift að taka þátt í þessum táknræna viðburði.

Þess má geta að Kvenfélag Ólafsvíkur hefur skipulagt hitting í tilefni dagsins. Sjá nánar með því að smella hér.