Skip to main content
search

Kvennahlaup ÍSÍ í Snæfellsbæ um helgina

Þátttakendur í kvennahlaupinu í Ólafsvík árið 2020.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið í Ólafsvík og Staðarsveit laugardaginn 11. september.

Hlaupið hefst kl. 11:00 á báðum stöðum. Í Ólafsvík er hlaupið frá Sjómannagarðinum og í Staðarsveit er hlaupið frá Lýsuhólsskóla. Frítt í sund fyrir þátttakendur að loknu hlaupi.

Á þessum tímum er mik­il­vægt sem aldrei fyrr að hlúa að heils­unni og rækta sam­bandið við vini okkar og vanda­menn. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2021 eru „Hlaupum saman“. 

Konur á öllum aldri á 80 stöðum á landinu taka þátt í Kvenna­hlaup­inu, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra. Hver kona tekur þátt á sínum for­sendum og allir eiga að geta fundið vega­lengd við sitt hæfi. Það er því engin tíma­taka í hlaup­inu heldur lögð áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða, með bros á vör.

Forsala miða er á tix.is