
Markaðsstofa Vesturlands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi héldu í dag kynningarfund á yfirstandandi verkefnum og viðbrögðum vegna núverandi stöðu í samfélaginu. Hægt er smella á hlekkinn neðst í fréttinni til að horfa á kynningarfundinn.
Starfsmenn markaðsstofunnar verða jafnframt á faraldsfæti um Vesturland á næstu dögum þar sem þeir ætla að kynna verkefni frekar fyrir ferðaþjónum og eiga samtal við hagsmunaaðila í landshlutanum.
Ferðaþjónustuaðilar í Snæfellsbæ eru hvattir til að mæta á fundaröðina sem hefst á morgun. Fundað verður í Ólafsvík á morgun kl. 13:00.
Miðvikudaginn 13. maí 2020 – Snæfellsnes
Kl. 10:00 – Breiðablik/Gestastofa Snæfellsness
Kl. 13:00 – Sker í Ólafsvík
Kl. 15:00 Kaffi 59 í Grundarfirði
Kl. 17:00 Bókasafnið í Stykkishólmi
Fimmtudaginn 14. maí 2020 – Dalir og Borgarbyggð
Kl. 13:00 – Dalakot í Búðardal
Kl. 15:00 – Hraunsnef í Borgarfirði
Kl. 17:00 – B59 Hótel í Borgarnesi
Föstudagurinn 15. maí 2020 – Akranes og Hvalfjörður
Kl. 10:00 – Hótel Laxárbakki
Kl. 13:00 Golfskálinn, Akranesi
Kl. 16:00 Hverinn Kleppjárnsreykjum