Skip to main content
search

Kynningarfundur um uppbyggingarsjóð í Sjóminjasafninu á Hellissandi

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands til miðnættis 12. desember 2019. Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarmála auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. 

Ráðgjafar á vegum samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu á sjóðnum í Sjóminjasafninu á Hellissandi miðvikudaginn 5. desember kl. 18:00. Er kjörið fyrir áhugasama að mæta til fundar við ráðgjafa SSV og fá upplýsingar um gerð umsókna, styrkhæfi verkefna o.s.frv. 

Nánar má lesa um kynningarundinn á vefsíðu SSV.