Skip to main content
search

Kynningargögn frá íbúafundi vegna sameiningarviðræðna

17/11/2021janúar 17th, 2022Fréttir, Sameiningarviðræður

Í gær, þriðjudaginn 16. nóvember, fór fram samráðsfundur með íbúum Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar um sameiningarviðræður sveitarfélaganna.

Markmið fundarins var að kynna stöðu verkefnisins og næstu skref, fjalla um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna og mögulegar breytingar ef til sameiningar kemur. Einnig var markmiðið að heyra sjónarmið íbúa áður en sameiningartillagan verður fullmótuð.

Á heimasíðu verkefnins er nú hægt að nálgast kynningarefni frá fundinum, upptöku og þær spurningar og ábendingar sem íbúar lögðu fram í gegnum menti.com. Auk þess bárust spurningar og ábendingar úr sal.