Skip to main content
search

Landsvæði til kolefnisjöfnunar í Snæfellsbæ

22/10/2019janúar 7th, 2021Fréttir

„Samviskuskógur“ verður að veruleika í Snæfellsbæ á næsta ári. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að koma upp gróðursvæði næsta vor til að koma til móts við þá íbúa Snæfellsbæjar sem hafa áhuga á að jafna kolefnisfótspor sitt með uppbyggilegum hætti. 

Snæfellsbær mun þannig ráðstafa landsvæði innan þéttbýlis til „samviskuskógarins“ þar sem þeir íbúar sem vilja minnka eða jafna kolefnisfótspor sín geta gróðursett tré á skipulögðu svæði í nánasta umhverfi sínu og þannig stuðlað að fallegri bæ og bættri umhverfismenningu.

Það hefur ekki verið ákveðið hvaða landsvæði verður ráðstafað til skógarins en þó voru tveir möguleikar ræddir; eitt svæði miðsvæðis að norðanverðu eða tvö landsvæði, eitt í Ólafsvík og annað á Hellissandi.