Skip to main content
search

Laufey Helga nýr íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar

Laufey Helga Árnadóttir hefur verið ráðin í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar. Laufey Helga hefur þegar hafið störf en hún tekur formlega við starfinu af Sigrúnu Ólafsdóttur þann 1. apríl nk. 

Laufey Helga er fædd og uppalin í Snæfellsbæ og hefur starfað hjá Hafnarsjóði Snæfellsbæjar undanfarin ár. Í gegnum tíðina hefur hún látið til sín taka í ýmsu félagsstarfi og viðað að sér fjölbreyttri reynslu af íþrótta- og æskulýðsstarfi, m.a. sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu.

Hún er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.ed. í menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Við óskum Laufey Helgu til hamingju með nýja stöðu og bjóðum hana velkomna til nýrra starfa hjá Snæfellsbæ.