Skip to main content
search

Laus staða í tæknideild Snæfellsbæjar

Tæknideild Snæfellsbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf á skrifstofu deildarinnar. Um er að ræða starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa.

Starfssvið:

Viðkomandi sér um daglegan rekstur skrifstofu tæknideildar í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem sinna þarf flóknum verkefnum, s.s. textagerð til opinberrar birtingar, samskiptum við verktaka og bæjarbúa bæði munnlega og skriflega. Krafist er nákvæmni og einbeitingar vegna vinnu við skýrslugerð og ritun fundagerða. 

Hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um stúdentspróf.
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi er kostur.
  • Þekking á skipulags- og byggingarmálum er kostur.
  • Reynsla af skrifstofuvinnu með áherslu á skjalavinnslu er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og skipulagshæfni er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. maí nk.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.

Frekari upplýsingar veitir Davíð Viðarsson í síma 433-6900 eða á david@snb.is

Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið david@snb.is.