Skip to main content
search

Laust starf í Ráðhúsi Snæfellsbæjar

Snæfellsbær óskar eftir að ráða til starfa móttökuritara/gjaldkera í 100% starf á skrifstofur bæjarins.

Helstu verkefni:

Starfið felst í símsvörun, móttöku gesta í Ráðhúsið, reikningagerð, greiðslu reikninga, undirbúningi funda ef þörf er á ásamt öðru sem til fellur. Viðkomandi sér jafnframt um afgreiðslu Sýslumanns í Snæfellsbæ, sem felst m.a. í móttöku og afhendingu gagna og umsjón með utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningum, ásamt ýmsu öðru.

Hæfniskröfur:

Við leitum að einstaklingi sem hefur góða tölvuþekkingu og kann vel að nota word og excel.  Reynsla af bókhaldi er kostur, en unnið er með Navision bókhaldskerfið og væri reynsla af því æskileg, þó ekki skilyrði.

Við leitum að starfsmanni með góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.  Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, verið opinn fyrir nýjungum og sýna frumkvæði og metnað í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2021.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, en eigi síðar en 1. september.

Laun eru greidd skv. gildandi kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Snæfellsbær áskilur sér rétt til að ráða hvern sem er eða hafna öllum umsóknum. Í samræmi við jafnréttisstefnu Snæfellsbæjar eru allir, óháð kyni, hvattir til að sækja um.

Upplýsingar veitir Lilja Ólafardóttir, bæjarritari, í síma 433-6900 og á netfanginu lilja@snb.is.

Umsóknir berist á ofangreint netfang.

Nánari upplýsingar: