Skip to main content
search

Leikfangahappdrætti Lionsklúbba streymt á Youtube

Á fjölda heimila í Snæfellsbæ koma jólin ekki fyrr en farið hefur verið á árleg leikfangahappdrætti Lionsklúbbanna. Leikfangahappdrættin eru ávallt vel sótt enda veglegir vinningar í boði og mikil tilhlökkun hjá yngri kynslóðinni ár hvert.

Í fyrra höguðu strákarnir í Lionsklúbbunum seglum eftir vindi og sendu happdrætti út í streymi á Youtube í fyrsta skipti sökum samkomutakmarkana. Sami háttur verður hafður á fyrirkomulaginu í ár og verður gleðinni streymt beint heim í stofu til okkar hinna þar sem ekki er hægt að halda samkomur í félagsheimilunum.

Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Nesþinga

Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Nesþinga verður streymt á Youtube kl. 17:00 á Þorláksmessu. Streymi hefst kl. 16:00 en byrjað verður að draga kl. 17:00.

Smelltu hér til að horfa á streymi.

Þess er beint til vinningshafa að sækja vinninga að loknum úrdrætti og streymi er lokið. Vinningshafar ganga inn í Röstina að framan, sækja vinninga í salinn og fara út um hliðarhurð. Eru vinningshafar beðnir um að bera grímu og virða sóttvarnarreglur.

Happdrættismiðar eru seldir í Hraðbúðinni. Auk þess verður að hægt að kaupa miða í Röstinni frá kl. 15:00-17:00 á Þorláksmessu.

Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur

Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur verður streymt á Youtube kl. 10:00 á aðfangadagsmorgun. Streymi hefst kl. 9:30 en byrjað verður að draga kl. 10:00.

Smelltu hér til að horfa á streymi.

Afhending vinnninga fer fram á milli kl. 11 og 13 í félagsheimilinu Klifi. Eru vinningshafar beðnir um að bera grímu og virða sóttvarnarreglur.

Miðar seldir í Versluninni Hrund, Olís, Söluskála ÓK, Kassanum, Steinprent og í síma 436 1617. 

Við vekjum athygli á því að mörg nýleg sjónvörp eru með innbyggðan Youtube-spilara og þar er hægt að finna báða Lionsklúbbana. Nýlegir myndlyklar frá Símanum eru einnig með innbyggðan Youtube-spilara.