
Leikskóli Snæfellsbæjar óskar eftir að ráða leikskólakennara. Um 100% starf er að ræða frá og með 26. apríl 2021.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf kennara, lög nr. 95/2019 og eða
- Leikskólakennararéttindi
Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu kemur til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður.
Viðkomandi þarf að búa yfir:
- Góðri íslenskukunnáttu
- Áhuga, reynslu og hæfni í starfi með börnum
- Góðum samskiptahæfileikum
- Jákvæðni, frumkvæði og góðum samstarfsvilja
- Góðri færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum
- Hreinu sakarvottorði
Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2021.
Umsóknareyðublað skal senda á netfang leikskólans, leikskolar@snb.is, til staðfestingar á umsókn um starfið. Varðandi þær umsóknir sem liggja fyrir er viðkomandi beðinn um að staðfesta þær með tölvupósti á sama netfang.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og starfið hentar öllum kynjum.
Nánari upplýsingar veitir Inga Stefánsdóttir, leikskólastjóri, í síma 433 6925 eða Hermína Lárusdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri.