Skip to main content
search

Leitað að aukaleikurum fyrir tökur á vegum Sagafilm í Ólafsvík

Í næstu viku hefur Sagafilm tökur á þættinum Systrabönd hér í Snæfellsbæ og er leitað að áhugasömum aukaleikurum fyrir nokkrar senur meðal heimamanna.

Miðvikudadginn 10. júní vantar 12 einstaklinga til að taka þátt í heilum tökudegi. Einstaklingar þurfa helst að vera 30+ ára og leitað er að þátttöku frá körlum og konum. Tökudagurinn er frá 15:00 – 03:00.

Fimmtudaginn 11. júní vantar um 10 unglinga á aldrinum 13 – 17 ára. Leitað er að þátttöku frá strákum og stelpum. Tökudagur hefst kl 21:00 og stendur í fjórar, fimm klukkustundir.

Greitt er fyrir þátttöku í verkefninu. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Telmu Huld hjá Doorway Casting á netfanginu telma@doorway.is.