Skip to main content
search

Listasmiðjan Listfellsnes á Barnamenningarhátíð Vesturlands

09/09/2022september 12th, 2022Fréttir
Listanámskeið fyrir 7 – 16 ára, sunnudaginn 18. september.

Listfellsnes er námskeið fyrir hressa og skemmtilega krakka sem hafa áhuga á því að læra leiklist, söng og dans. Námskeiðið hefur komið á Snæfellsnes undanfarin tvö sumur og vakið mikla lukku hjá krökkum sem það sækja. 

Námskeiðið er hluti af Barnamenningarhátíð Vesturlands 2022, er ókeypis fyrir þátttakendur og opið öllum krökkum á þessum aldri. Skráning hjá Auði Snorradóttur í netfanginu listfellsnes@gmail.com. (Mikilvægt að taka fram eftirfarandi upplýsingar við skráning: Nafn barns, nafn foreldris, netfang og símanúmer foreldis).

Tíma- og staðsetning verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.