Skip to main content
search

Ljós tendruð á jólatrjám föstudaginn 26. nóvember

Vegna takmarkana verður ekki hægt að hafa hefðbundna athöfn við tendrun jólaljósa þetta árið og verða ljósin því tendruð með sambærilegum hætti og í fyrra.

Börn í leik- og grunnskóla Snæfellsbæjar tendra ljósin með sínum hóp á skólatíma að morgni föstudagsins 26. nóvember, og ekki verður boðið til hátíðlegs viðburðar fyrsta sunnudag í aðventu eins og venja er þegar þessi árstími gengur í garð.

Heyrst hefur að bræðurnir þrettán hafi legið yfir sóttvarnarreglugerðum ásamt öldruðum foreldrum sínum síðustu mánuði og muni sjá til þess að senda sína allra bestu jólasveina til byggða til að heilsa upp á og gleðja börnin á föstudaginn kemur.