Skip to main content
search

Ljósleiðari í Fróðárhrepp/innan Ólafsvíkur

Nú á allt að vera orðið tilbúið fyrir íbúa og fyrirtæki í Fróðárhreppi (innan Ólafsvíkur) til að tengjast ljósleiðaranum. Meðfylgjandi eru leiðbeingar um hver næstu skref eru:

  1. Notandi pantar þjónustu frá þjónustuveitanda.
  2. Þjónustuveita pantar ljósleiðarasamband frá rekstraraðila ljósleiðarakerfisins.
  3. Ljósleiðaratengingin er afgreidd og þjónustuveitanda er tilkynnt um það.
  4. Starfsmaður eða annar fulltrúi þjónustuveitanda heimsækir notandann og setur upp nauðsynlegan endabúnað í húsakynnum notandans. Í sumum tilfellum getur þjónustuveitandi sent notanda búnaðinn, notandinn tengir hann þá sjálfur eða fær aðstoð fagmanna.
  5. Þjónustan er tilbúin.

Almennt gildir að ljósleiðarakerfi sem hafa fengið ríkisstyrk skulu vera opin öllum þjónustuveitendum og fulls jafnræðis skal gætt. Samkeppni milli þjónustuveitenda er ætlað að tryggja að notendur njóti alltaf hagstæðustu kjara.