
Snæfellsbær endurtekur leikinn frá síðasta ári og býður í gönguferðir í samstarfi við Ferðafélag Íslands alla miðvikudaga í september. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60 – 90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Vonandi reima sem flestir á sig gönguskóna með okkur í september, fara út í náttúruna og njóta náttúrufegurðarinnar sem við erum svo lánsöm að búa við.
Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 (nánari tímasetning við hverja göngu ef þarf að keyra á staðinn).
—
Miðvikudagur 4. september
Svöðufoss
Mæting á bílaplanið við Svöðufoss kl. 18:00
Fararstjóri: Árni Guðjón Aðalsteinsson
Miðvikudagur 11. september
Haukabrekka
Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45
Um að gera að safnast saman í bíla
Fararstjóri: Árni Guðjón Aðalsteinsson
Miðvikudagur 18. september
Seljadalur
Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45
Um að gera að safnast saman í bíla
Fararstjóri: Árni Guðjón Aðalsteinsson
Miðvikudagur 25. september
Búðarklettur
Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45
Um að gera að safnast saman í bíla
Fararstjóri: Árni Guðjón Aðalsteinsson