Skip to main content
search

Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi vegna nýs golfvallar

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031 í samræmi 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin er gerð í samræmi við 30. grein skipulagslaga vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Snæfellbæjar 2015 – 2031. Fyrirhuguð breyting varðar nýjan golfvöll sunnan Rifs, en í gildandi aðalskipulagi var gert ráð fyrir golfvelli sunnan Hellissands. Talið er að ný staðsetning verði til þess að framkvæmdir verði mun minni að umfangi og hagkvæmari en sunnan Hellissands. Gert er ráð fyrir að á svæðinu sunnan Hellissands verði æfingasvæði fyrir golfáhugamenn. Hið nýja fyrirhugaða svæði fyrir golfvöll var óbyggt svæði í gildandi aðalskipulagi en breytist í íþróttasvæði.

Hægt er að skila ábendingum vegna lýsingarinnar til skipulags- og byggingarfulltrúa til 27. júní 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is