Skip to main content
search

Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi vegna skógræktarsvæðis í Ólafsvík

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031 í samræmi 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin er gerð í samræmi við 30. grein skipulagslaga vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031. Fyrirhuguð breyting varðar skógræktarsvæði í Ólafsvík. Annars vegar er áætlað að stækka skógræktarsvæði austast í bænum þannig að SL-1 verði samfellt svæði. Hins vegar er fyrirhugað nýtt skógræktarsvæði SL-2 í Enni. Í báðum tilvikum breytist landnotkun úr opnu svæði í skógræktarsvæði.

Hægt er að skila ábendingum vegna lýsingarinnar til skipulags- og byggingarfulltrúa til 27. júní 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is