Skip to main content
search

Lýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin byggir á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 til 2031, dagsett 27. febrúar 2018.

Fyrirhugað er að deiliskipuleggja 15,5 ha skika sem tekinn hefur verið út úr jörðinni Ósakot á sunnanverðu Snæfellsnesi, Snæfellsbæ. Svæðið er sunnan við þjóðveginn sem liggur um sunnanvert Snæfellsnes vestan við íbúðarhúsið að Ósakoti. Skikinn heitir Gamli kaupstaður og er skráður með landnúmer L136239. Svæðið er merkt F-20 á aðalskipulagi. Fyrirhugað er að skipta svæðinu í fjóra hluta og byggja þrjú frístundahús til viðbótar við það sem þarna er fyrir. Byggingarreitir verða að lágmarki 10 metrum frá lóðamörkum og aðkoma verður um veg sem þegar til staðar um jörðina Ósakot með  tengingu við þjóðveginn.

Hægt er að skila ábendingum og athugasemdum vegna lýsingarinnar til skipulags- og byggingarfulltrúa á byggingarfulltrui@snb.is eða í bréfpósti stílað á Ráðhús Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi. Athugasemdafrestur er til 24. október 2019.