Skip to main content
search

Lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags raðhúsa á Hellissandi

Lýsingin gerir ráð fyrir byggingu raðhúsa á Hellissandi. Hægt að stækka mynd með því að smella á hana.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 lýsingu fyrir gerð deiliskipulags raðhúsa á Hellissandi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði fjögur einnar hæðar raðhús, hvert með þremur íbúðum. Heimilt verði að breyta lóð fyrir þrjú raðhús í tvær einbýlishúsalóðir fyrir einnar hæðar hús. Hluti deiliskipulagssvæðisins er á svæði sem er í gildandi aðalskipulagi miðsvæði M-1, en breytist í íbúðarsvæði með óverulegri breytingu aðalskipulags.

Lýsingin er aðgengileg hér að neðan. Ábendingar varðandi lýsinguna skulu vera skriflegar og berast fyrir 29. júlí 2021 á tæknideild Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is.

Sjá einnig tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031 á Hellissandi sem bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að senda til Skipulagsstofnunar í samræmi við aðra málsgrein 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Viðhengi: