Skip to main content
search

Matvælasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum til og með 6. júní

Nú er fullt tilefni til að setjast niður og skrifa umsókn í matvælasjóð.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Margrét Hólm Valsdóttir, formaður Matvælasjóðs, opnuðu í dag fyrir umsóknir í Matvælasjóð. Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun. Matvælasjóður mun fá 250 milljón króna viðbótarframlag á þessu ári og er heildarúthlutunarfé sjóðsins alls 630 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.  Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt.

Umsóknarfrestur í Matvælasjóð er til og með 6. júní.
Atvinnuráðgjafar SSV bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Matvælasjóðs.

Hægt er að hafa beint samband atvinnuráðgjafa:
Helga Guðjónsdóttir   helga@ssv.is   s: 895-6707
Ólafur Sveinsson   olisv@ssv.is  s: 892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir   olof@ssv.is   s: 898-0247

Nánar í frétt á vef Stjórnarráðsins