Skip to main content
search

Mögulegar rafmagnstruflanir aðfaranótt 3. desember

Á vefsíðu RARIK má sjá eftirfarandi tilkynningu sem á erindi við íbúa í Snæfellsnesi.

Minnum á fyrirhugaðar prófanir varavéla Landsnets þann 3.12.2020 frá kl 00:30 til kl 03:00. Landsnet er búið að breyta áætluninni m.t.t. veðurspár og verða prófanirnar framkvæmdar með öðrum hætti, þ.e. ekki á að koma til straumleysis.

Rétt er að hafa í huga að komið gæti til rafmagnstruflana ef eitthvað færi úrskeiðis við prófanirnar.

Ath. Skynsamlegt gæti verið að taka viðkvæm rafmagnstæki úr sambandi á þessum tíma.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.