Skip to main content
search

Ný crossfit stöð opnar í bænum

Glæsileg crossfit stöð opnaði um síðastliðna helgi í Rifi.

Vinkonurnar Gestheiður og Kristfríður standa að opnun stöðvarinnar í húsnæði sem reist var á sínum tíma sem hluti af vatnsverksmiðjunni sem aldrei varð og hefur staðið tómt um árabil.

Það er því sérlega ánægjulegt að ungt og atorkusamt heimafólk sjái tækifæri í að nýta húsnæðið og stofna hér nýtt fyrirtæki.