Skip to main content
search

Ný og glæsileg kortasjá tekin í gagnið

Snæfellsbær hefur tekið í notkun nýja og glæsilega kortasjá sem er töluvert aðgengilegri og notendavænni en sú sem þjónað hefur sveitarfélaginu undanfarin ár.

Í nýju kortasjánni er m.a. hægt að fletta upp deiliskipulagi og gildandi skipulagsáætlunum, landeignaskrá Þjóðskrár, nytjalandi, fornleifum og friðuðum svæðum, teikningum af byggingum og ýmsum afmörkunum.

Enn er verið að færa teikningar og nytsamlegar upplýsingar inn í nýja kerfið og verður það í stöðugri uppfærslu.

Slóðin á nýju kortasjánna er map.is/snb en íbúar geta eftir sem áður komist á kortasjánna af forsíðu vefsíðu Snæfellsbæjar.

Opna nýja kortasjá