Skip to main content
search

Nýja gervigrasið í Ólafsvík

Það má segja að veðráttan hafi ekki leikið við okkur frá áramótum – allavega ekki þegar kom að framkvæmdum við nýja gervigrasvöllinn í Ólafsvík.  Vegna kulda og snjóþunga, og svo seinna í vor vegna vætu og vinda, hafa framkvæmdir gengið hægar en vonir stóðu til.  Nú sér hins vegar fyrir endann á þessum framkvæmdum og stendur til að taka völlinn í notkun í næstu viku, en fyrsti heimaleikur mfl. Víkings er fyrirhugaður miðvikudaginn 13. júní n.k.

Meðfylgjandi myndir tók Þröstur Albertsson með dróna, á sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní.