Skip to main content
search

Nýtt salernishús byggt við Djúpalónssand

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hefur ákveðið að byggja nýtt salernishús við afleggjarann niður á Djúpalónssand. Í húsinu munu verða 10 klósett, þar af 2 fyrir hreyfihamlaða. Húsið verður upphitað og með rafmagni, sem þessa dagana er verið að leggja á svæðið. Í næstu viku er von á bormönnum til að bora eftir vatni til að þjónusta húsið. Gert er ráð fyrir að húsið verið opið allan sólarhringinn alla daga ársins. Ef allar áætlanir ganga eftir þá mun húsið verða tekið í notkun í apríl/maí 2019. Þessu til viðbótar er rétt að minna á það að í dag eru 5 salerni á Malarrifi og eru tvö þeirra aðgengileg allan sólarhringinn.