
Í vikunni verður dans- og leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga haldið í Frystiklefanum á Rifi. Þátttaka á námskeiðunum er gjaldfrjáls. Skráningu lýkur þriðjudaginn 13. júlí.
Kennt í aldurshópum:
- 4 – 5 ára
- 6 – 10 ára
- 11 – 15 ára
- 16+ (framhaldsskólaaldur, 10. bekkur líka velkominn)
Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðu Listfellsness.
