Skip to main content
search

Opinn kynningarfundur í Röst miðvikudaginn 23. nóvember

Opinn kynningarfundur vegna breytingu aðalskipulags Snæfellsbæjar á tveimur svæðum verður haldinn í félagsheimilinu Röst á Hellissandi miðvikudaginn 23. nóvember kl. 17:00.

Eftirfarandi breytingar verða kynntar á fundinum:

  • Breyting aðalskipulags, nýtt deiliskipulag og umhverfismatsskýrsla í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
  • Breyting aðalskipulags, nýtt deiliskipulag og umhverfismatsskýrsla fyrir Krossavíkurböð, Hellissandi.

Ný deiliskipulög verða einnig kynnt á fundinum og auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingum. Nánar má lesa um hvað felst í breytingunum í frétt á vefsíðu Snæfellsbæjar frá 17. nóvember 2022.

Öll velkomin og áhugasöm hvött til að mæta.