Skip to main content
search

Opnun listasýningar í Malarrifsvita

Listasýning Jónínu Guðnadóttur, Ó, dýra líf, opnar í Malarrifsvita föstudaginn 29. júní n.k. og eru allir velkomnir. Sýningin verður opin daglega frá kl. 12:00 til 16:30 út sumarið. Karlakórinn Heiðbjört ætlar að syngja í tilefni opnunarinnar og þá verða pönnukökur og kaffi á boðstólnum. Allir velkomnir.

Athugið að hægt er að skoða boðskortið í stærri útgáfu með því að smella á myndina hér að ofan.