Skip to main content
search

Opnun tilboða í framkvæmdir við búsetukjarna fyrir íbúa með fötlun

Í dag voru opnuð tilboð í framkvæmd við búsetukjarna fyrir íbúa með fötlun við Ólafsbraut í Ólafsvík. Það var Verkís hf. sem sá um útboð fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

Fimm tilboð bárust í verkið sem felst í fullnaðarfrágangi á búsetukjarnanum og eru áætluð verklok á heildarverki 30. ágúst 2021. Tilboð má sjá hér að neðan. Nú fer í gang mat á tilboðum áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á kr. 243.188.341.-

Heildartilboðsverð með vsk:

  • Spennt ehf – Frávikstilboð Tilboð hljóðar upp á kr. 207.833.288.-
  • Húsheild ehf Tilboð hljóðar upp á kr. 276.026.811.-
  • Spennt ehf Tilboð hljóðar upp á kr. 277.111.763.-
  • A Ísax ehf Tilboð hljóðar upp á kr. 277.518.623.-
  • Heinz byggingar Tilboð hljóðar upp á kr. 294.640.921.-

Um þjónustukjarnann

Í íbúðakjarnanum verða fimm einstaklingsíbúðir með sérinngangi ásamt starfsmannaaðstöðu. Íbúðirnar verða tveggja herbergja, á bilinu 54 til 56 fermetrar að stærð og standa saman af alrými með eldhúskróki og stofu, svefnherbergi, rúmgóðu baði, geymslu og þvottarými. Einn aðalinngangur er inn í bygginguna en þar undir þaki er nokkurs konar „innigata“. Frá henni er gengið inn í hverja íbúð fyrir sig. Útgengt er á veröld við hverja íbúð. Starfsmannarými er í húsinu og hugmyndin er sú að íbúar geti leitað til starfsfólks án þess að fara undir bert loft.

Staðsetning hússins var valin með það fyrir augun að stutt sé í alla helstu þjónustu, ekki síst Smiðjuna, sem er dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það er teiknistofan AVH á Akureyri sem hannar húsið.