Skip to main content
search

Opnun tilboða í jarðvinnu vegna Þjóðgarðsmiðstöðvar

Í dag voru opnuð tilboð í jarðvinnu vegna Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. Þrjú tilboð bárust í verkið, öll frá fyrirtækjum héðan úr Snæfellsbæ. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 27.254.000.- 

Eftirtaldir aðilar sendu inn tilboð:

  1. Stafnafell ehf. Tilboð hljóðar upp á kr. 14.954.250.-
  2. TS Vélaleiga ehf. Tilboð hljóðar upp á kr. 23.544.151.- 
  3. B. Vigfússon ehf. Tilboð hljóðar upp á kr. 25.549.700.-

Tilboðin liggja nú á borði Ríkiskaupa sem tekur þau fyrir. Stefnt var að því að vinna hæfist í byrjun mars 2019 og yrði lokið um miðjan maí.