Skip to main content
search

Piparkökuhúsakeppni fyrir jólin

Menningarnefnd Snæfellsbæjar efnir til piparkökuhúsakeppni í ár líkt og gert hefur verið undanfarin ár. 

Piparkökuhúsin verða til sýnis í Kassanum í Ólafsvík og hægt er að fara með þau þangað á opnunartíma. Hægt verður að skila piparkökuhúsum til og með miðvikudeginum 16. desember. Að því loknu verða öll hús merkt með númeri og sett upp rafræn kosning þar sem íbúar geta kosið það hús sem þeim þykir flottast.

Úrslit verða svo kynnt á vef Snæfellsbæjar þann 20. desember og verðlaun afhent bakarameistaranum sem þykir hlutskarpastur. Ungir sem aldnir eru hvattir til að taka þátt og slá upp eins og einu vel skreyttu piparkökuhúsi í rólegheitunum heima.