Skip to main content
search

Prufudagar hjá UMF Víking/Reyni til 21. september

Þessa dagana standa yfir prufudagar hjá Ungmennafélaginu Víking/Reyni. Öllum börnum og ungmennum er frjálst að mæta á æfingar til að sjá hvernig því líkar.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kynna möguleikann á skipulögðu íþróttastarfi fyrir börnum. Skipulagt íþróttastarf hefur mikið félagslegt og uppeldislegt gildi fyrir börn auk þess sem það eykur hreyfiþroska, líkamlega getu og hefur mikið forvarnargildi.

Hjá ungmennafélaginu er hægt að stunda fótbolta, körfubolta, sund og frjálsar íþróttir.

Öllum er frjálst að mæta endurgjaldslaust á æfingar hjá sínum flokki þar til prufudögunum lýkur 21. september.

Til upplýsingar: