Skip to main content
search

Ráðstefnu SSV um sameiningar sveitarfélaga frestað

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga sem stóð til að halda á vegum SSV að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars n.k. vegna COVID-19 veirunnar.

Því miður er þetta niðurstaðan en vonir standa til að hægt verði að halda ráðstefnuna seinni partinn í maí en það mun skýrast á næstu vikum.