Skip to main content
search

Rafræn könnun um dagskrá heilsuviku Snæfellsbæjar

Stefnt er að því að halda Heilsuviku Snæfellsbæjar nú á haustmánuðum ef aðstæður í samfélaginu bjóða upp á það.  Íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar óskar því eftir tillögum frá íbúum um skemmtilega og fræðandi viðburði sem hægt væri hugsanlega hægt að bjóða upp á skipulagðri dagskrá.

Íbúar og áhugasamir hvattir til að taka þátt í könnuninni, hún er örstutt og ætti ekki að taka nema 1-2 mínútur að ljúka henni. 

Íbúar geta opnað þessa könnun og sent inn sínar tillögur.

Einnig er hægt að taka mynd af QR-kóðanum hér að neðan og opna könnuna í símanum.