Fréttir

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

By 17/07/2018 December 17th, 2018 No Comments

Ríkisstjórnarfundur var haldinn að Langaholti í Staðarsveit í gær, mánudaginn 16. júlí.

Að loknum sumarfundi ríkisstjórnarinnar fundaði ríkisstjórnin með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Á þeim fundi var m.a. farið yfir áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum og mál sem rædd voru á ríkisstjórnarfundinum og tengjast byggðamálum. Þá fóru fulltrúar sveitarstjórna á svæðinu yfir stöðu mála og kynntu sín helstu áherslumál.

Í kjölfarið var haldinn blaðamannafundur þar sem kynning á fyrsta áfanga þjónustukorts fór fram, sjá nánar á thjonustukort.is.