Skip to main content
search

Safna- og sýningadagur á Snæfellsnesi

Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl 2019, er árlegur safna-og sýningadagur á Snæfellsnesi. Söfn og sýningar opna dyrnar upp á gátt fyrir íbúa Snæfellsness og aðra gesti. Um er að ræða samvinnuverkefni Svæðisgarðsins Snæfellsnes, Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla og safna og sýningafólks á Snæfellsnesi.

Snæfellingar eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri. Hvern vilt þú gleðja og fræða? Við ættum öll að þekkja söfn og sýningar á Snæfellsnesi og geta bent gestum okkar á hvar fræðast má um menningararf Snæfellsness.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Hér má sjá dagskrá og auglýsingu fyrir daginn.