Skip to main content
search

Samsýning listamanna fyrirhuguð á Snæfellsnesi næsta sumar

Listasýningin Nr. 3 Umhverfing á vegum Akademíu skynjunarinnar er fyrirhuguð á Snæfellsnesi næsta sumar. Sýningin er hluti af röð samsýninga sem settar verða upp víða um land á næstu árum. Sams konar sýningar hafa verið haldnar á Sauðárkróki og Fljótsdalshéraði við góðan orðstír og verður Snæfellsnes þriðji viðkomustaður.

Hugmyndin að baki verkefninu er að setja upp myndlistarsýningar í óhefðbundnum rýmum þar sem ekki er hefð fyrir nútíma myndlistarsýningum. Að sýningunni stendur félagsskapur fjögurra myndlistakvenna sem nefnist Akademía skynjunarinnar og er skipaður af Önnu Eyjólfsdóttir, Ragnhildi Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdísi Öldu Sigurðardóttir.

Það sem sýningarnar eiga allar sameiginlegt er að skipuleggjendur leitast eftir því að fá heimamenn með sér í lið og er því óskað eftir að einstaklingar sem eiga rætur að rekja á Snæfellsnes eða búa þar í dag og hafa áhuga á þátttöku setji sig í samband við skipuleggjendur.

Áhugasamir hafi samband fyrir 15. nóvember með því að senda tölvupóst á academyofthesenses@gmail.com.